8.9.2007 | 20:31
Mætti nú alveg spartla í þær sumar
Í mínum huga er þetta ekkert ósvipað því að hafa góðan talanda. Ef stjórnmálamenn eru sæmilega mæltir á íslenskt mál þá á ég auðveldara með að meðtaka efnislegt innihald þess sem þeir eru að segja. Ég hnýt hins vegar um ambögur og missi þráðinn þegar ég byrja að bölsótast yfir mismæli. Það er eins með bólur og bjúg, þær leiða hugann frá málefnunum. Hvet íslenskar stjórnmálakonur til að gefa sér meiri tíma í útlitið og gera sömu kröfur til sín og stjórnmálakonur í viðmiðunarlöndunum. Ég gæti líka trúað því að stjórnmálamennirnir hefðu ekkert á móti því að fá að sitja aðeins lengur í stólnum hjá Elínu.
Útlitskröfur íslenskra stjórnmálakvenna ekki miklar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.