21.9.2007 | 17:46
Getuleysi lögreglunnar?
Hvenær ætla lögreglan að fara að taka almennilega á þessum innflutningi. Það er ekki eins og við séum á meginlandi Evrópu, þ.a. við ættum að hafa smá forskot við að stemma stigu við innflutningi. Ég segi að menn eigi að berja sér minna á brjóst út af smá ávinningum, eyða minni tíma í að velta sér upp úr eigin dýrð á fjölmiðlafundum og reyna að vinna bara vinnuna sína.
Amfetamínfíklum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við höfum því miður ekkert forskot.. Verða bara verri afleiðingar.
stebbi (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 17:58
Það hlýtur að vera auðveldara að stöðva innflutning þegar hann þarf að fara yfir úthaf, heldur en þegar menn geta rölt yfir landamærin þar sem þeim sýnist.
Hræsnari (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 21:59
Það er ekki eitt fangelsi í heiminum sem eiturlyf hafa ekki fundist á. Það mun alltaf vera mun erfiðara að smygla eiturlyfjum í fangelsi en til Íslands. Það eru óteljandi margar leiðir til að smygla hérna þannig því á aldrei eftir að vera hætt, aðeins harðari aðferðir notaðar í hvert skiptið sem löggæsla herðist.
Ef þú handtekur morðingja, hættir hann að myrða. Sama með nauðgara, barnaníðinga, innbrotsþjófa, fólk sem keyrir undir áhrifum, ef þú handtekur þessa menn þá hætta þeir að brjóta af sér... Þú veist væntanlega hvað gerist þegar þú handtekur dópsala. Nákvæmlega ekkert gott. Það kallar á meiri eftirspurn sem veldur hærra verði sem gerir undirheimana harðari og verri. Það verður aldrei hægt að uppræta næstum allt þannig fíklarnir eiga aldrei í vandræðum með að redda sér fíkniefnum.
Á meðan þessi eftirspurnin og peningarnir eru í þessu máli á framboðið alltaf eftir að verða mun meira en nóg. Eina leiðin sem mundi kannski virka önnur en lögleiðing við þessu máli væri að gera það sama og kína gerði í opiummálinu á sínum tíma. Fóru einfaldlega með herinn inná öll opiumbæli og drápu alla fíkla. Viltu kannski gera það frekar ?
stebbi (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 02:53
Þó að mönnum takist að lauma einhverjum grömmum af kannabis inn í fangelsi í raufinni á sér, eru slíkir smámunir ekki nægir til að halda fíkniefnasölu gangandi á stærri markaði. Til þess að fíkniefni séu til vandræða þurfa þau að vera í boði í einhverju magni. Þess vegna freista dreifingaraðilar þess að flytja inn stóra skammta og það eru þeir sem lögreglan á að geta náð.
Þó að getuleysi lögreglunnar hafi orsakað það að sumir telji það ómögulegt að taka á innflutningi eiturlyfja, þýðir það ekki að menn eigi að fara að væla og gefast upp. Það vantar ekki að málflutningur Stebba sé öfgafullur. Annað hvort að lögleiða eða drepa. Enginn meðalvegur. Hvernig er annars með nýliðun í fíklahópnum? Ef það tekst að halda innflutningnum niðri segir það sig sjálft að fíklunum er selt fyrst. Það er jú auðveldara að selja þeim sem leita eftir því en að reyna að fá nýja ræfla til að ánetjast. Meðan ekki er boðið upp á nema smá kropp úr rassaboru þá ætti að takast að draga verulega úr vandanum.
Hræsnari (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 17:54
Hvernig færðu það út að þetta séu nokkur grömm af kannabis í raufinni ? Hefurðu séð flæðið af dópinu sem er í fangelsunum ? Ekki beint nokkur grömm skal ég segja þér..
Ég mundi ekki kalla þetta væl og gefast upp.. Ég kalla þetta að leggja niður löggjöf sem er búin að sanna sig í öllum löndum og ríkjum í heiminum sem hafa tekið hana upp sem mistök. Það er ekkert annað orð yfir það þar sem þessi löggjöf eykur ekki öryggi heldur nákvæmlega öfugt. Þegar eftirspurnin verður meira en framboðið hækkar verðið og með því hækkar líka glæpatíðnin ásamt öðrum ókostum.
Ég tók kína sem dæmi bara útaf því að það er eina dæmið um "stríð gegn fíkniefnum" sem hefur eitthvað komist nálægt því að hafa virkað.. Full gróf aðferð að mínu mati allavegana.
Ég ætla nú samt að hætta þessu þar sem ég sé að þú þekkir þetta mál mjög lítið.. Og ekki veistu heldur mikið um innflutninginn þar sem þetta er bara einfaldlega rangt hjá þér, að þessi löggjöf hafi einhvern góð áhrif á fíkla eða þessa "nýliða í fíklahópnum" sem þú kallar það.. Lestu bara sjálfur um þetta hvað svona aðgerðir hafa haft í för með sér. Bæði hér á landi og erlendis :)
stebbi (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 00:41
Ég held ég verði að hætta að ræða þetta við þig Stebbi, það hefur nefnilega sýnt sig að þú talar af fávisku og fullyrðir bara. Þetta minnir svolítið á það þegar formaður sálrannsóknarfélagsins talar um að það sé margoft búið að sanna vísindalega að draugar séu til en bendir samt aldrei á hvar þær sannanir sé að finna. Svo er það líka þægilegt að geta bara alhæft út í loftið. "Löggjöf sem er búin að sanna sig í ÖLLUM LÖNDUM OG RÍKJUM Í HEIMINUM sem mistök". Mér þykir leitt að segja þér það, en það var gerð skoðanakönnun í öllum löndum og ríkjum í heiminum og afgerandi meirihluti segir að þú sért bjáni.
hræsnari, 23.9.2007 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.